Störf í boði


Almenn umsókn hjá 66°NORÐUR


Hefur þú áhuga á að starfa hjá framsæknu fyrirtæki með sterka arfleið og skýra framtíðarsýn? Þá hvetjum við þig til að sækja um starf hjá 66°NORÐUR.

Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi. Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.

Í dag starfa rúmlega 300 manns hjá Sjóklæðagerðinni og fást vörur fyrirtækisins í yfir 500 verslunum í 15 löndum. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin 9 verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR. Fyrsta verslun 66°NORÐUR erlendis var síðan opnuð í Kaupmannahöfn síðla árs 2014.  Þar fyrir utan rekur fyrirtækið fimm verslanir undir vörumerkjum Rammagerðarinnar. Tvær verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og svo verslanir í Bankastræti, Skólavörðustíg og Akureyri. Auk þess er hægt að nálgast 66°NORÐUR vörur í verslunum víðs vegar um landið.